mánudagur, mars 26, 2007

Tíminn líður

Set inn mynd af Valgerði Emmu, hún er orðin 3. mánaða! Mikið líður þetta hratt!
Hún var að reyna að segja mér eitthvað rosalega merkilegt þegar ég tók myndina, allavega iðaði hún eins og fló á skinni þegar ég smellti af.
Ég er búin að MARGREYNA að taka mynd af systkinunum öllum saman til að geta nú montað mig af fallegu grislingunum mínum ....en það er ekki svo auðvelt. Ragnar þarf annaðhvort að vera að góna eitthvað út í loftið eða reka út úr sér tunguna og geifla sig ógurlega, en Kolbrúnu finnst það alveg rosalega fyndið að skella rassinum fyrir myndavélina og þykjast prumpa. Vel upp alin börn ha? Skil ekki hvar þau læra þetta...

4 ummæli:

Hallfríður Ósk sagði...

...og þessi verður alveg nákvæmlega eins og hin tvö. Alla vega í útliti, kemur í ljós með annað. Annars held ég að þið séuð að eyðileggja allar erfðafræðikenningar, örugglega gott betur en 50% í þessum börnum komið frá Garðari

Nafnlaus sagði...

Já ég held ég verði að játa mig sigraða í útlits-einvíginu, en þau hafa allavega gáfurnar frá mér þó það sjáist ekki utan á þeim ;)Ekki það að gáfurnar hans Garðars séu eitthvað slæmar, mínar eru bara miklu betri!

Nafnlaus sagði...

Haha eru þau kannski líka búin að læra að kalla á hundinn með rómstyrk föðurins? Og ég er sammála systur minni með genadótið, ég er bara alls ekki sannfærð um að þú eigir þessi börn :)

Maríanna sagði...

Miðað við hvernig eyrunum mínum líður stundum að þá er ég þess fullviss að þau munu slá Garðar út í því!