þriðjudagur, janúar 30, 2007

Life goes on

Já, það er kominn tími til að láta vissa hluti ekki draga sig endalaust niður og gefa sjálfum sér spark í rassinn. Fara að gera eitthvað annað en að horfa út í loftið og hugsa.

Hafði það af að hringja í prestinn og panta skírn, settur dagur er sunnudagurinn næsti, ekki alveg ákveðið hvort það verði í messunni í Víðidalstungukirkju eða bara heima. Messan er nefnilega um kvöldið og það er nú ekkert agalega spennandi að vera seint að þessu þegar fólk er að koma að og er kannski með lítil börn líka. Þurfa að vakna í skóla daginn eftir og svona. Veit ekki hvað við gerum, fer og hitti prestinn í vikunni. Ég verð að hryggja þig með því Hallfríður mín að þú færð ekki nöfnu í þetta skiptið, hver veit hvað gerist með næsta ;o)

Ég fjárfesti í gervihnattamóttakara og græjum í vikunni, nú er bara einn höfuðverkur eftir; það er að tengja þetta helvíti. En ég sé fram á bjarta tíma, get flakkað um nokkur hundruð stöðvar þegar herlegheitin verða komin í gagnið og við skötuhjúin horft á uppáhaldssjónvarpsefnið okkar; Pro Bull Riding :o) Reyndar heimtar Garðar að fá bláar stöðvar til að horfa á, segist ekki skilja neitt ef það er ekki textað?! Hann getur nú bara hunskast út og horft á himininn ef hann vill fá eitthvað blátt!

Svo verður maður að horfa á handboltann í kvöld, Danmörk- Ísland, ég vildi nú að við hefðum fengið einhverja aðra til að keppa við í fyrsta leiknum í 8 liða úrslitunum, eru þau tvö lið sem ég held með :o/ Ég er náttúrulega Íslendingur í húð og hár....en ég er samt hálfur Dani þrátt fyrir það ;o)

3 ummæli:

Hallfríður Ósk sagði...

Ljómandi fallegt nafn sem þið völduð þannig að ykkur fyrirgefst í þetta skipti:)

Til lukku með skírnina á dótturinni fallegu og takk fyrir góðar móttökur og skemmtilegt sauðfjárspjall um daginn

Kveðja
Hallfríður

Nafnlaus sagði...

Já til hamingju með krakkann og nafnið :)
Kveðja frá Hvanneyri

Maríanna sagði...

Takk báðar tvær, þið eruð alltaf jafn indælar systurnar ;o)
Þú ert ávallt velkomin Hallfríður mín, gott að fá einhvern í heimsókn sem nennir að bulla um kindur við mann og með manni ;o)Láttu bara sjá þig sem fyrst aftur..