laugardagur, júní 09, 2007

Gargandi snilld!


Hér sjáið þið nýjasta folaldið sem fæddist í gær, varð bara að sýna ykkur það!

Best að sýna ykkur mynd af því frá öllum hliðum, ég er ekki viss um að allir séu hrifnir af hinni hliðinni á þessum litla stubb! Við erum hins vegar hæst ánægð með hann...
Og að framan séð..
Svo langar mig til að spyrja ykkur hvaða litur þetta er:

Það er undan moldóttri meri og jörpum hesti, er þetta ekki bara följarpt eða bleikjarpt einhvernveginn?? Mér fannst eins og augun í því væru mun ljósari en venjulega?

Erum að fara að stússast í hrossum í dag og vonandi á morgun, losa okkur við hagagönguhross og græja hryssurnar sem eiga að fara með Mjölni í hólf.

Folaldið sem ég bjástraðist við í 5 daga drapst að lokum, það fékk aldrei almennilegan þrótt í afturpartinn og gat aldrei staðið upp af sjálfsdáðum. Ekki alveg eins og það átti að vera. Aldrei verið eins mikið bras á hrossunum eins og eftir að við urðum fjárlaus!

Vonandi næ ég að taka myndir af öllum folöldunum, mig langar til að koma myndum af þeim öllum á myndasíðuna mína, það eru bara 3 hryssur sem eiga eftir að kasta sýndist mér. Og vonandi verður veðrið svona frábært á morgun eins og það er í dag, það er svo gaman að labba innan um hrossin í svona veðri og taka myndir af þeim.

Þetta er gott í bili, hef ekkert að segja -langaði bara að sýna ykkur folaldið!


11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra :)

Systir mín hún Katrín segjir að ef að folaldið er með mön ( þar sem að það er með dökkt fax ) þá kemur það mjög líklega til að verða bleikálótt.

Og guð minn góður Maríanna mín ekki spyrja hvernig hún veit þetta hehe. Svo mikið er nú víst að EKKI er ég inni í þessu hahahaha.

Biðjum að heilsa héðan úr fína veðrinu ;)

Kv Eva

Maríanna sagði...

Jamm...ég vissi það, en því miður er ekki hægt að leysa þetta svo auðveldlega þar sem engin mön er á því ;)

Hallfríður Ósk sagði...

Mjög smart litur - öðru megin. Hinu megin og að framan.... úfff, ekki kem ég til með að fala þetta af þér, að er á hreinu en samt sem áður spái ég því að það verði ekki vandamál að selja það. Undan hvaða hesti er það?
Hvað varðar þetta jarpa þá þori ég nú eiginlega ekki að tjá mig, mín vitneskja virðist eitthvað götótt í þessu eins og svo mörgu öðru. Hélt samt að bleikt kæmi ekki til greina í þessu tilfelli en hvað veit ég. Undan hvernig litum hrossum er mamman?

Maríanna sagði...

Þetta er undan hesti frá Tjörn á Vatnsnesi að mig minnir, ég þori ekkert að fara með ættirnar því bæði þessi folöld eru undan merum sem við keyptum í vetur. Er ekki ennþá með þetta alveg á hreinu sjáðu til ;)
Heyrðu, ég á eitt annað jarpskjótt, það er "venjulega" skjótt...þér er velkomið að kaupa það af mér í staðinn fyrst þú ætlar þér að vera svona pikkí :þ

Hallfríður Ósk sagði...

Pikkí? Ég? Veit sko ekkert um hvað þú ert að tala. Hins vegar geturðu ráðstafað jarpskjóna/skjónu annað ef þú hefur tækifæri til, reikna ekki með að fara út í nein folaldakaup á næstunni. Skynsamlegra fyrir mig að aura saman fyrir einhverju sem er komið nær tamningaaldri eða eitthvað tamið ef tækifæri gefst til. Vantar reiðhross.

Nafnlaus sagði...

Nei...ég bjóst nú ekki við að ég gæti prangað inn á þig, en það má þó alltaf reyna ekki satt? Hef ekki ýkja miklar áhyggjur af að Skjóni litli gangi ekki út. Nú, svo er folaldakjöt dýrindis matur ef út í það er farið...

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt því sem ég lærði í bændadeildinni (og þú hefur hamast við að brjóta niður undanfarið :) getur ekki komið bleikálótt undan moldóttu og jörpu. Því er þetta folald annaðhvort jarpt eða moldótt og ég myndi nú frekar giska á jarpt þar sem það er svo dökkt

Nafnlaus sagði...

Enda ætla ég mér ekkert að skemma það fyrir þér því þetta folald er klárlega ekki bleikálótt fyrst það hefur ekki álinn.... ;)

Hallfríður Ósk sagði...

Heyrðu stóð ekki til að setja inn myndir af öllum folöldunum, eða neyðist ég til að koma í heimsókn til að fá að sjá restina??
Það er þá alla vega orðið tímabært fyrir þig að byrja að baka því það styttist í heimkomu og þar með hugsanlega heimsókn

Nafnlaus sagði...

Set þær vonandi inn á morgun, erum ekki enn búin að sortera hryssurnar í hólfið. Aldrei friður til að gera nokkurn skapaðan hlut!
Jamm...ég fer að myndast við að baka fyrst að von er á þér í heimsókn :þ Ég hlýt að geta klesst saman í eina köku eða svo...

Hallfríður Ósk sagði...

eða bara að þið bíðið með að sortera hrysurnar í hólfið þar til ég kem heim, ég get þá séð folöldin sjálf og unnið fyrir kökunni - og öllu öðru:)
Ekki það að ég reikni með því að verða verkefnalaus þegar ég kem heim, bíður mín víst sláttur á einum kirkjugarði eða svo og ýmislegt fleira