Ég er alltaf að skila einhverju inn; fyrst voru það hrossaskýrslurnar svo fjárbókhaldið, núna styttist í virðisaukaskattinn og helvítis skattframtalið fer alveg að koma. Þetta er nú eitthvað gruggugt með þetta skattframtal, mér finnst ég skila því MUN oftar en einu sinni á ári! Ég er alltaf að gera skattframtalið!! Hvernig er þetta helvíti hægt??? Svo er launamiða mánuður í þokkabót.....AAAAAAAARG!!!!!!!!!!!
Reyndar var ég að klára fyrst núna afkvæmarannsóknina fyrir hrútana, sendi það frá mér í gær- guði sé lof að það er búið! Búið að hvíla þungt á mér svo vikum skipti, en náttúrulega kom ég því aldrei í verk.
Við fengum svo merkin í ásetningslömbin í gær, og auðvitað gleymdi ég að panta í hrútana þannig að ég verð að panta aftur...hvernig er hægt að vera svona??
Ragnar Logi er kominn í langþráð frí á Krókinn, verður þar yfir helgina og svo er skírn hjá Víði og Lindu á sunnudaginn. Miklar vangaveltur um nafnið, verður öruggulega eitt íslenskt og eitt sænskt nafn ;o) Kemur í ljós.....
Annars mátti hann varla vera að því að fara, þar sem að ORKUBÓKIN kom í pósti í dag. MIKILL spenningur yfir öllum þessum límmiðum! OG loksins getum við kannski farið að ala drenginn almennilega upp, því hann tróð í sig einum banana og drakk tvö glös af vatni ÁÐUR en hann var búinn að opna bókina!!
Það er bara svo æðislegt veður dag eftir dag, vonandi verður þetta bara svona fram á sumarið, þá verð ég glöð :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli