mánudagur, janúar 30, 2006

Þorrablótið búið

Já, svei mér þá....þetta hafðist barasta af hjá okkur í þorrablótsnefndinni! Að sjálfsögðu var þetta laaaaaaaaaaangbesta þorrablótið sem haldið hefur verið, ekki að spyrja að því sko :o) Ég var veislustjóri og las annálinn og ég bara komst svona nokkuð skammlaust í gegnum þetta. En mikið svakalega var erfitt að stíga á sviðið fyrst um kvöldið! Fjúfff...........mikið er gott að þurfa ekki að standa í þessu á næstunni!

Ég skellti mér suður með Ragnar Loga í seinustu viku, hann var svæfður hjá tannlækninum og gert við allt heila klabbið í einu. Gekk bara alveg eins og í sögu allt saman. En ROSALEGA er tímakaupið gott hjá þessum gaurum, váááá.......!! Það er eins gott að Ragnar passi vel upp á tönnslurnar eftir þetta. Mikill peningur fyrir viðgerðir sem detta úr eftir nokkur ár!

Við gistum hjá Stebba bróður, það var mjög fínt bara- hann er alltaf jafn yndislegur kallinn ;o) Það var ekkert gert á mánudeginum annað, þar sem að Ragnar var náttúrulega eftir sig eftir svæfinguna. Á þriðjudeginum átti heldur betur að taka borgina með trompi, fara búð úr búð og skoða allt sem aldrei er tími til að skoða. Það var svo náttúrulega enginn tími í það frekar en fyrri daginn, þó að Stebbi greyið hafi verið boðinn og búinn að sýna manni allt sem maður vildi sjá. Ég skellti mér í tattoo, það fóru nú bara tveir og hálfur tími í það, svo fór ég í klippingu og litun........og þá var nú bara dagurinn búinn! Reyndar endaði með að ég mætti klukkutíma of seint í klippinguna þar sem að tattooið tók svo langan tíma. Þannig að það var nú bara ekkert mikið verslað í ferðinni, enda svosem bara allt í lagi þar sem mig vantaði nú ekkert sérstakt ;o) Það er bara svo gaman að versla SAMT! Ég fór í slatta af fatabúðum en það var bara allt sem ég skoðaði í dvergastærðum, ég er nú ekki feit, en ég fann bara ekkert sem mér líkaði sem ég gat komist í. Þannig að ég gaf það fljótlega upp á bátinn og keypti föt á Ragnar Loga í staðinn.
Og..........já ég keyrði sjálf í Reykjavík! Það gekk nú bara furðanlega vel skal ég segja ykkur, ég villtist bara ekki neitt :o) Nú get ég farið að fara vikulega bara, í stað þess að fara á 3-4 ára fresti...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja góða... tattoo??

er nú frekar svekkt að hafa ekki vitað þetta um helgina, er sem sagt sérleg áhugamanneskja um tattoo (er komin með tvö nú þegar og ætla að fá mér fleiri við tækifæri)
Alla vega á hvaða stofu fórstu, hvurslags mynd og hvar o.s.frv. tveir og hálfur tími hlýtur að þýða nokkuð veglega mynd???

Maríanna sagði...

Nei reyndar ekki stór mynd sko ;o) held bara að þeir hafi verið þunnir eða eitthvað þaðan af verra þar sem þeir létu ekki sjá sig fyrr en eftir dúk og disk...
Fékk mér sæhest by the way, hef verið mikið fyrir þá síðan ég var krakki :)Það var Fjölnir sem húðflúraði mig...mjög vel gert-þó það tæki langan tíma :)

Nafnlaus sagði...

ok ok

Fjölnir er djöfull góður.... en ekki með neitt einasta tímaskyn

Ég beið og beið og beið meðan hann var að klára eitthvað sem átti fyrst bara að taka klukkutíma eða eitthvað en beið sko gott betur en það. Sagði mér svo að hann yrði svona klukkutíma en endaði í tveimur:)

en þetta er líka vel gert....

Ég er líka búin að skila bæði afkvæmarannsókn og fjárbók þannig að nú geta sveitungarnir farið að bera sig saman:)

Kveðja úr rokrassgati dauðans í Reykjavík

Maríanna sagði...

Bwahahahaha..... Þá getur formaðurinn farið að halda fund og dreifa út tölunum merkilegu ;)