laugardagur, janúar 07, 2006

Svo lítið að frétta....

Góðan og blessaðan daginn og gleðilegt nýtt ár!
Allt gott að frétta af Stórhólnum, það er komið nýtt ár hjá okkur líka eins og vonandi ykkur flestum ;o) Áramótin liðu áfram tíðindalaust, ég var að vinna á gamlárskvöld en afgangurinn af famelíunni fór á Blönduós í mat og á flugeldasýningu. Ég var svo komin heim úr vinnunni kl. 23:30 og sat ein og yfirgefin hérna heima þegar nýtt ár gekk í garð. Svosem ágætt því þá gat ég horft á gamla árið hverfa og það nýja koma í friði og ró - venjulega hefur maður verið úti í garði hjá tengdó að skjóta rakettum á þeim tíma. Mér finnst það alltaf hálf sorglegt þegar gamla árið hverfur, það hefur enga von um að komast til baka aftur greyið.

Við keyptum okkur jeppa um daginn, já það hafðist hjá mér að bæta enn einu farartækinu á bæinn! Þetta er Nissan Patrol, alveg fínasti bíll þó ég segi sjálf frá ;o)
Og auðvitað verslaði ég hann í gegnum Barnaland, það er ýmislegt hægt að finna þar skal ég segja þér!

Það er búið að vera bölvað bras með Ragnar og tennurnar hans, ég mátti bruna með hann á Krókinn í neyðartannlæknaferð. Ég fer svo suður með hann 23. janúar, og þá verður hann bara svæfður og gert við allt í einu. Þannig að Stebbi minn- farðu að undirbúa þig undir komu okkar ;o) Það verður ekkert grín fyrir þig að fá svona hillbillís í heimsókn sko...
Annars finnst mér verst að ég skyldi ekki fara strax með hann á Krókinn eins og ég ætlaði mér, þessi tannlæknir var ALLT öðruvísi og það var bara ekkert vesen. Hann rauk ekki svona beint í munninn á drengnum og þá var þetta bara allt annað. Held að ég fari svo bara með hann í eftirlit á Krókinn frekar en hérna....

Ég fékk afganginn af jólagjöfunum í gær í póstinum, ekki seinna vænna ;o) Þetta kennir mér að vera aaaaaaaaaðeins tímanlegri fyrir næstu jól!

Engin ummæli: