föstudagur, janúar 20, 2006

Hver ætlar að keyra fyrir mig??

Já, það styttist óðum í Reykjarvíkurferðina mína, ég verð vafalaust ekki vinsæl á götum borgarinnar- en só wat- við Gassi erum vön að láta flauta á okkur þegar við förum suður, núna verð ég að vísu bara ein á ferð til að taka við flautinu! Ég fer eftir hádegi á sunnudaginn, Ragnar á tíma á mánudagsmorguninn, þetta á að taka um tvo tíma held ég. Svo verður maður nú að versla eitthvað, eru ekki útsölur alls staðar?!

Það styttist óðum í þorrablótið líka, æfingar ganga hægt en öruggulega skulum við segja...

Við erum ekki farin að taka inn hross ennþá, ætli við rífum ekki inn um mánaðarmótin. Ætli það séu ekki ein 7 stykki sem þarf að koma stand, við erum orðin allsvakalega ódugleg við þetta eitthvað. Við þurfum bara að færa kusurnar eitthvað til í húsinu, það GÆTI orðið bölvaður hausverkur, svarta beljan er alltaf kolvitlaus. Karamella er orðin nokkuð spök, ætli hin endi ekki í sláturhúsinu bara; allavega ef hún verður svona áfram.

Kolbrún og Ragnar eru byrjuð á leikskólanum, Ragnar er voðalega ánægður með það og Kolbrún reyndar líka. Ekkert vesen með það. Þetta er ágætt, bæði fyrir þau og mig! Nú hlýt ég að koma miklu meiru í verk....hmmmmmmmm...........

Engin ummæli: