Já ef þið hafið ekki tekið eftir því fyrr að þá er bara að bresta á með jól einu sinni enn. Mér finnst jólin satt best að segja nýbúin að vera??! Svakalega hlýtur maður að vera orðinn gamall, tíminn líður aaaaaaaallt of hratt.
Annars er allt bærilegt að frétta héðan, enginn lasinn og rollurnar eru búnar að fá glaðningin sinn á þessu ári- semsagt hrútana. Það var barasta eiginlega ekkert sætt í ár, heilar fjórar kindur sem vonandi skila af ferhyrndu í vor. Já, það er mikil ræktun hér í gangi, aurunum eytt í forystufé og ferhyrnt sæði. Reyndar ætluðum við að sæða meira en við bara sprungum á tíma með það (eins og með svo margt annað hér á bæ...)en það verður bara að bæta það upp að ári.
Ég hef ekkert minnst á kusurnar mínar langa lengi, en þær eru bara að verða svona nokkuð prúðar skal ég segja ykkur! Kannski ekki alveg pollrólegar eeeeeeeeeen mikið rólegri en þær voru! Þetta verða alveg dýrindis skepnur eftir einhver ár- ég er alveg viss um það. Kannski ég breyti samt um skoðun þegar kálfarnir fara að koma í heiminn, ég hef heyrt að þá geti þær verið svolítið æstar greyin. Pabbi gamli vill að við sæðum þær- huh...hann ætti nú þá bara að koma sjálfur og troða prikinu upp í ****** á þeim!
Ragnar Logi er búinn að fara í þriðja skiptið til tannlæknisins og það gekk náttúrulega ekkert frekar en fyrri daginn. Þannig að við verðum að hafa okkur af stað í bæjarferð í janúar. Ekki okkar tebolli að þurfa að fara til Reykjarvíkur satt best að segja, erum bara sátt með það að fara í mesta lagi einu sinni á ári! Já ég veit- við ERUM sveitavargar! Ég ætti nú samt að skammast mín að vera ekki búin að heimsækja Stebba bróður oftar, *hóst* ég fer að bæta mig......ALVEG SATT! :o)
Ég er alveg hundfúl yfir að hafa ekki náð að kveikja á jólaljósunum á hlöðunni, við reyndum að tengja þetta saman þar sem það var sprungið, en þá sprakk bara alltaf nýr og nýr meter. Við erum búin að ákveða að græja þetta bara í sumar, svo þetta verði nú tilbúið hjá okkur fyrir næstu jól! En þetta fer alveg SVAKALEGA í taugarnar á mér að ná ekki að tengja þetta núna :o( Ég kannski haska mér út í fyrramálið...
Jæja, hafið það nú gott um jólin - ég ætla allavega að hafa það alveg rosalega gott skal ég ykkur segja ;o)
GLEÐILEG JÓL
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli