Já, ótrúlegt en satt- kindurnar eru komnar inn í nýju húsin! Þetta hafðist hjá okkur, ég var nú farin að halda að þetta ætlaði engann enda að taka- en það kom endi eftir allt saman (Halelúja!). Að vísu er sitt lítið af hverju eftir, en ekkert stórvægilegt. Bara svona smáhlutir eins og rafmagn og vatn..... ;o)
Þetta kemur bara vel út, að vísu kemst 1-2 kindum færra í krónna en við héldum, en það er kannski ekki alveg að marka fyrr en búið er að rýja. Ég gaf í morgun- þetta er allt annað líf að hafa svona fóðurgang, líka krakkanna vegna því núna getur Kolbrún rölt í rólegheitum eftir ganginum og kíkt í gegnum "grindverkið" til að skoða kindurnar. Núna finnst manni bara aaaalveg GLATAÐ að gefa í gömlu húsunum- iss maður er allt of fljótur að venjast þægindunum!
Annað í fréttum er að Ragnar fór aftur til tannlæknis í gær, núna fór hann á Blönduós. Ég held að það sé kannski bara best að segja ekkert meira um þá ferð...allavega kom hann heim með allar sínar skemmdir ósnertar. Ég er búin að pakka niður XBox tölvunni, hún verður ekki tekin upp aftur fyrr en búið verður að gera við allar skemmdir í tönnunum. Ragnar segist bara ekkert geta við þessu gert, hann ráði ekkert við það hvað hann er óþekkur?!! Líklega best að tjá sig ekkert um þetta mál meira, gæti sagt eitthvað sem ég sé eftir.
Hann fór líka í langþráða klippingu- það hefur ekki verið neitt sældarlíf heldur að fara með hann á hárgreiðslustofu, en það hafðist þó. Ég held að það hafi reddast af því að hann var ennþá dröggeraður síðan hann var hjá tannsa...
Það er orðið svo fljúgandi hált hérna fyrir utan að það er varla hægt að stíga niður fæti á nokkurn stað. Ég rann alla leiðina niður í fjárhús í morgun, ég var með Kolbrúnu í fanginu og ég get svo svarið það að ég nötraði og skalf þegar ég komst loksins á fast, ég rembdist svo mikið við að standa í lappirnar! Ég vona bara að allur snjórinn fari og komi ekkert aftur, það mega sko vera rauð jól mín vegna!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli