Ég kem engu í verk hér á þessum bæ- nema það snúist um fjárhúsin nýju. Ég er ekkert búin að baka, ekkert búin að þrífa (húsið er ískyggilega nærri því að kallast svínastía...), ekki farin að skrifa nein jólakort og flest allar jólagjafirnar pantaðar af Ebay....og ekki nema ein komin í mínar hendur. Svo er ég hætt að sofa af áhyggjum yfir því að fá ekki jólasteikina! Allir hamborgarhryggirnir verða öruggulega uppseldir þegar ég loksins kemst í verslunarleiðangur. Ég er farin að hallast að því að einhver hluti heilans hafi brunnið yfir á seinustu tveimur mánuðum, mér finnst ég allavega ekki getað hugsað heila hugsun lengur. HJÁÁÁLP!!!
Svo ég minnist nú enn og aftur á fjárhúsin að þá eru þau alveg gasalega fín. En ég verð samt alveg rosalega fegin þegar brynningarskálarnar verða komnar, það er bara tú möts að brynna í einhverja 15 stampa allavega 2x á dag. Ég hata orðið þessa stampa og mér langar mest til að snúa helvítis rollurnar úr hálslið þegar þær eru svona lystilega búnar að skíta ofan í hvern EINASTA STAMP! Þvílíkt jobb, vera með þessi fínu hús og vera svo á hlaupum hálfan daginn með slöngu í hendinni og fá ekki neitt í staðinn nema skít í stampi.
(Ef þið hafið ekki fattað það að þá er ég ekki í góðu skapi í dag...)
Ég er farin að undirbúa mig fyrir næstu tannlæknaferð, hrelli Ragnar á hverjum degi, niðurrifsstarfsemin alveg á fullu þessa dagana. Það verður engin tölva, engin jól, engin leikskóli, engin Sauðárkróksferð til ömmu og afa, engin lömb næsta vor og fleira og fleira. Mér tekst að finna eitthvað nýtt á hverjum degi. Það eru góðar uppeldisaðferðirnar hjá mér, finnst ykkur ekki? c",) Ég held að þetta sé að síast inn hjá honum, ég vona það allavega. Og viljið þið vinsamlegast minna mig á það þegar Kolbrún verður 3 ára, AÐ FARA MEÐ HANA TIL TANNLÆKNIS!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jæja gamla það gengur sem sagt á ýmsu í sveitinni:-) ferðu eh á krókinn fyrir jólin? við erum að fara á mánudaginn næsta og verðum eh fram yfir jól, ætla að skíra 2 í jólum á krók.. og núna ætla ég að láta verða af því að sjá þig og þína:-)
kveðja Hulda
Endilega kíktu við, ég verð öruggulega heima :)
Skrifa ummæli