Hryssurnar voru reknar á heiðina í gær, öll folöldin mörkuð og hófarnir klipptir á því sem þurfti. Afföllin í hrossunum hérna ætla engan endi að taka, eitt folald var horfið og hvergi sást tangur né tetur af því. Annað folald er ekkert nema skinn og bein, við gáfum því ormalyf og pensilín og ætlum að fylgjast með því hvernig það plumar sig. Þetta er alveg ótrúlegt hvað við erum búin að vera óheppin síðastliðið ár :/
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjMEbTaGp67p4OjlID9xVJzrw4LVhyphenhyphentsTTPvMDiF0gd2-U10nxWvwgdU01acyFFKi57DEqfhFvFbnBETHJleQRqzLqcvDP2O8IGN5ZCuo83mjTi5l_mYNS3OXBnz2XdtUxbuLpyhg/s320/23.07.2007+020.jpg)
Svo fallegt bros ;o)
Svo voru folöldin hans Svenna mörkuð í réttinni, ef þið eruð að leita ykkur að litahrossum þá er Svenni rétti maðurinn! Varla hægt að finna einlitt folald í hópnum hjá honum og mörg býsna sperrt að sjá.![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiklvxtEHpPHILzCKAqLMUVbrWHB-ZHyZs4l9unWVreq3kLo_H-AaI2_QjW7yBhaRQ6S4h87AWobJa5trctrW6Ahot6w8AyyNqfmflfy2hJCyKEbiaWj6LMZ8NcQ6h5x-0Rgf78Pg/s320/23.07.2007+166.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiklvxtEHpPHILzCKAqLMUVbrWHB-ZHyZs4l9unWVreq3kLo_H-AaI2_QjW7yBhaRQ6S4h87AWobJa5trctrW6Ahot6w8AyyNqfmflfy2hJCyKEbiaWj6LMZ8NcQ6h5x-0Rgf78Pg/s320/23.07.2007+166.jpg)
Eitt af fjölmörgum litaflottum folöldunum hans Svenna.
Jarpskjótta hryssan hennar Valgerðar er ekki lengur jarpskjótt, núna er hún orðin brúnskjótt en verður væntanlega gráskjótt ;o) Ég er hætt að reyna að litagreina þessi blessuðu folöld mín, ef ég ákveð einhvern lit á þau taka þau bara upp á því að skipta algjörlega um lit!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhI8ZpxeQ18I04px7nmjFOYF84OWQxor_0XSDlyC_IQhKw1ijgBURr7M0CCnZyhOltMvwfZX_WfYujBcfJ_pXLJaZ5vniBJ7ngo6cySn0i1cBdBM9um_6sfNvvI2Py7iMZNa8PyuA/s320/23.07.2007+024.jpg)
Enda þetta á mynd af Valgerði sem varð 7. mánaða í gær og mátti dúsa með mér í bílnum á eftir hrossunum mest allan daginn og var svo stillt og góð....eins og venjulega ;o)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhTecBULE8S_Xzds0oAy7BP_GteVk49jM1voM-TfdD43YCFAPZHtr2Dc9_dcUK6Ye5Dl1XVw_q2mZx7TtSMnBUX09ag-uuFnYkwZ2yxcK75eVhx5NsSoUEUSImt3nb0LglLbuKV-A/s320/23.07.2007+204.jpg)
1 ummæli:
Það getur verið að merin mjólki ekki nóg fyrir folaldið og þess vegna sé það svona horað. Vonandi náið þið að bjarga því.
Skrifa ummæli