Heyskapur stendur sem hæst núna á Stórhóli, búið að slá allt hérna heima við og Hrísar verða slegnir á þriðjudaginn. Garðar er að rúlla núna í þurrrúllur og pabbi gamli rakar. Og ég sit við tölvuna?! Ég ætti nú bara að skammast mín! Reyndar er ég búin að gera ýmislegt í dag sem gefur mér alveg fullan rétt til að setjast niður og skrifa nokkrar línur ;o)
Pabbi er búinn að vera hérna hjá okkur þessa vikuna að hjálpa til, smíða hænsna- og kanínubúr og svona sitt lítið af hverju- allt hlutir sem við komum aldrei í verk! Og síðast ekki en ekki síst er hann duglegur að tína upp hin ýmsu verkfæri sem vissir aðilar henda frá sér þar sem þeir standa...nefni engin nöfn. Alveg nauðsynlegt að fá svona fólk í heimsókn öðru hvoru til að laga slugsaganginn hérna :o)
Ég er alltaf að hugsa um að færa þessa síðu mína eitthvað annað, td. á 123.is eða bloggar.is eða eitthvað annað. Leiðist alveg óskaplega að setja myndir inn á einhverja síðu eins flickr.com, ég vil hafa þetta allt á sömu síðunni. Þið megið þess vegna alveg kommenta með það hver af þessum síðum er þægilegust við að eiga, mér líst svolítið vel á uppsetninguna hjá 123.is svona af því sem ég hef skoðað.
Á morgun rekum við merarnar á heiðina með Svenna á Hrísum, þá verður væntanlega heilmikið fjör þar sem það þarf að marka um 45 folöld. Ég er búin að setja batteríin í hleðslu....sem er jú ávísun á að ég gleymi að taka þau með á morgun! Skelli samt vonandi inn einhverjum skemmtilegum myndum eftir að við erum búin á morgun.
Enda þetta á mynd af Léttfeta sem er 3.vetra, hann er orðinn svo fallegur finnst mér og ekki skemmir nú liturinn. Hefði samt mátt vera aðeins gulari á skrokkinn, því þá sæi maður betur blesuna á honum.
Gott í þetta skiptið, farin að líta á hvernig heyskapurinn gengur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli