fimmtudagur, janúar 25, 2007

...

Ég er í vondu skapi. Ef þið vonist til að lesa fyndna og skemmtilega færslu þá skulið þið haska ykkur hið snarasta af þessari síðu.

Kindurnar okkar voru sendar í sitt síðasta ferðalag í gær. Þetta var erfitt. Mjög erfitt.
Allt sem maður hefur stritað við seinustu átta árin er bara farið. Ég veit vel að þetta eru "bara" kindur og ég á að vera þakklát fyrir mín heilbrigðu börn og allt það, en það gerir þetta ekkert auðveldara. Ef það er eitthvað sem ég þoli illa, þá er það óréttlæti gagnvart dýrum. Finnst við vera ósanngjörn við allar kindurnar sem ekkert var að.

Þar sem að við erum svo sýkt og hættuleg ,var ekki hægt að fá neina almennilega bíla í þetta verk og fengum við 2 gamla skrjóða sem tóku rétt rúmlega 100 kindur í ferð. Þetta endaði því í 5 ferðum, var byrjað 8 um morguninn og var ekki búið fyrr en um 5 leytið í gær. Sérlega skemmtilegt eða þannig. Ekki viss um að allir myndu sætta sig við þetta..

Þetta er líka búið að taka allt of langan tíma. Nærri 6. vikur erum við búin að bíða og bíða. Ég gæti haldið laaaaaaaaaaangan pistil um heimskar skrifstofublókir fyrir sunnan, en ég ætla að hemja mig í þetta skiptið. Held að þær séu ekki færar um að skilja að fólki getur aktúally þótt vænt um dýrin sín.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú átt alla mína samúð, ég man sko alveg hvað það var erfitt þegar það var skorið hjá okkur þó það séu komin mörg ár síðan. "Bara" kindurnar geta átt alveg ótrúlega stóran hlut í hjarta manns.
Samúðarkveðja frá Hvanneyri

Nafnlaus sagði...

Tek undir samúðarkveðjurnar, ótrúlega erfitt alveg. Það er nú bara lífið hjá manni að snúast við þessar skepnur. Alveg óþolandi líka seinagangurinn á þessu öllu saman.
Öll þau vandamál sem eru búin að vera að hrella mig í dag smækkuðu verulega við að lesa þetta, eru ekkert miðað við ykkar

sjáumst innan tíðar
Hallfríður