mánudagur, janúar 01, 2007

Nýtt ár gengið í garð

Gleðilegt nýtt ár!!!!!!!!!!!!!!!
Já hér sjáið þið nýasta fjölskyldumeðliminn, sem ákvað að koma í heiminn á þorláksmessu. Hún var fædd 14 merkur og 52 cm. - meira en nóg að mínu mati *hóst*....
Fæðingin gekk annars vel, frekar hægt kannski þar sem hún var í framhöfuðstöðu, en hún skilaði sér út á endanum (ég var nú farin að örvænta á tímabili), mér til mikillar lukku. Þetta er nú meira helvítið að fæða barn, skil ekki hvernig manni dettur í hug að gera þetta aftur og aftur?!
Held að hún sé líkari Ragnari Loga þegar hann var kríli, allavega er hún róleg eins og hann var- sefur allan daginn og er bara alveg til fyrirmyndar enn sem komið er ;o)
Ég eyddi semsagt jólunum á spítalanum, Garðar og krakkarnir voru hjá mor og far á aðfangadagskvöld, svo var Garðar hjá mér um nóttina. Segi ekki að ég vilji eyða mörgum jólum á sjúkrahúsi, en þetta var svosem upplifun að vera þar á þessum tíma.

Annars er allt bærilegt að frétta, þó ekki meira en það. Ýmislegt búið að ganga á hér og stendur þó hæst að búið er að staðfesta riðu í fénu hjá okkur og verður skorið niður núna eftir áramótin. Svakalegt kjaftshögg að fá, þetta eru búnar að vera erfiðar vikur og ég sé svosem ekki fram á bjartari tíma á næstunni. Vildi fegin geta sofið af mér þessi ósköp :o/ Það rættist það sem Garðar var búinn að spá; að um leið og við værum komin yfir 500 fjár og búin að byggja, myndum við fá einhvern svona "glaðning" í hausinn. Ughhhh...

Stefnan er sett á að taka hross inn um næstu helgi, Garðar verður bara að demba sér í tamningarnar- enda svo sem af nógu að taka! Ekki mikið gerst í þeim efnum síðustu árin og eigum við því uppsafnað svona eins og eitt eða tvö hross (+ fleiri) til að hjaksast á í vetur. Það þýðir víst ekkert að gefast upp er það??

Læt þetta duga í bili, best að eyða ekki öllum nýársdeginum fyrir framan tölvuna..
Hafið það gott á nýju ári greyin mín :o)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þetta afar krúttlega barn:) og samhryggist ykkur af öllu hjarta vegna niðurskurðarins, ótrúlega ergilegt alveg

Komst ekki svo langt að heimsækja ykkur í þessari heimferð en bæti kannski úr þvi næst - hvenær sem það nú verðu

Kveðjur úr endalausri rigningu í Köben

Maríanna sagði...

Takk fyrir það Hallfríður mín, þetta er ansi dapurt allt saman :s

Það kemur náttúrulega bara krúttlegt undan okkur Gassa, við erum svo með eindæmum sæt sjáðu til ;)
Hafðu það gott í Köben, passaðu þig á baunaköllunum....

Nafnlaus sagði...

og btw, hvað í ósköpunum er framhöfuðstaða??????

Greinilega eitthvað sem ég vil ekki komast að af eigin raun og vona að það verði ekki og því spyr ég

Ég veit nefnilega ekki mikið meira um barnsfæðingar en að hausinn á að koma fyrstur og hélt að þá kæmi að sjálfu sér að kollurinn kæmi fyrstur og svo andlitið (hlýtur ekki annars framhöfuð að vera það sama og andlit??)og hnakkinn í beinu framhaldi af kollinum. Og þá að sjálfsögðu bæði á sama tíma????

eitthvað hlýt ég að vera að misskilja hérna

skál fyrir því og kveðja frá Hallfríði sem er að drukkna í fræðigreinum en ekki rigningu aldrei þessu vant:)

Maríanna sagði...

He he...einmitt-andlitið kom fyrst en kollurinn á að koma fyrst(hvirfillinn?). Annars veit ég ekkert meira en þú um þetta, eyddi öllum mínum tíma í að öskra meðan á þessu stóð, ég var meira að segja sannfærð á tímabili að hún kæmi þversum...

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með skvísuna - mér sýnist hún bráðfalleg eins og hún á kyn til!!
Kíkjum á ykkur við tækifæri.
Ása og Þráinn

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það, á daman ekkert að fara að fá nafn???
Get svo sem komið með nokkrar góðar tillögur ef þið eruð í vandræðum með að velja. Hallfríður er til dæmis aldeilis ágætt, Ósk líka. Fríða virkar samt betur í útlöndum. Jamm Líklega best ég kalli hana bara Hallfríði, alla vega þangað þið komist að niðurstöðu.

kv
Hallfríður "stóra"