Já, ég hef ekki nennt að blogga mikið upp á síðkastið. Hrein leti- ekkert annað.
Ýmislegt þó verið gert og ýmislegt gerst:
#Svisslandið heimsótt, bara rosalega gaman en hefðum svosem mátt vera heppnari með veðrið. Skoðuðum ótal fjós, hesthús, fjárhús, nautgripi, kindur, hesta.....þetta var bændaferð semsagt! Mér tókst nú samt alveg að versla eitthvað (allavega sýnir kortareikningurinn það...), föt á mig og krakkana og svona sitt lítið af hverju. Alltaf hægt að versla ;o)
# Barn númer 3 á leiðinni, Garðar hefur svo gaman af því að fikta ;o)
Krílið á að koma í heiminn 22.des - ég er nú ekki par hrifin af þessari dagsetningu! Ég ætla ekki missa af jólasteikinni! Helst vil ég rumpa þessu af tímanlega fyrir jólin, við sjáum hvað setur..
# Ragnar Logi er byrjaður í skóla! Nú er engin miskunn lengur, á fætur kl. 7:00, guttinn borðar morgunmat meðan ég smyr nestið fyrir hann og svo kemur skólabíllinn um 8. Mesti höfuðverkurinn er að koma Ragnari í rúmið á kvöldin, eins og margir vita hefur háttatíminn hér á bæ verið ansi misjafn hjá börnunum og gamlir siðir gleymast seint. Annars er hann mjög ánægður í skólanum og það hefur gengið vel hingað til.
# Skólabíllinn keyrði yfir Skutluna mína. Var mikil sorg hér á bæ, krakkarnir dýrkuðu hana enda var hún einstök. Held samt að ég sakni hennar mest, hún var svo trygg og góð, þó hún gæti gert mann vitlausan þegar hún sá hross! Þeir missa sem eiga.
# Klikkaða kusa fór í sláturhúsið, eftir að henni hafði tekist að drepa Janine Mariu Magdalenu (kálfinn sinn semsagt). Karamella komin út með sinn kálf og búin að ferðast á nágrannabæi. Er þó búin að vera til friðs seinasta mánuðinn. Ég held að hún sé búin að rasa út.
# Stebbi bróðir búinn að gifta sig. Fórum í brúðkaupið að sjálfsögðu, var rosalega flott allt saman.
Náttúrulega skrilljón fleiri hlutir búnir að gerast í sumar, ég bara man ekki meira í augnablikinu. Garðar er í göngum núna og kemur niður á morgun. Svo er réttin á föstudagsmorguninn. Gaman, gaman - ég elska réttir! Alltaf svo gaman að sjá hvernig lömbin eru eftir sumarið, sem er reyndar búið að vera alveg skelfilega leiðinlegt hérna.
Svo á að slátra á mánudaginn, við settum tæp 60 lömb síðastliðinn mánudag og það kom bara ágætlega út.
Læt þetta duga í þetta skiptið, reyni að hafa mig í að blogga eftir helgina þegar ég er búin að fá gangnaslúðrið ;o)
miðvikudagur, september 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
endilega settu inn gangnaslúðrið um leið og það berst þér vil endilega fá að heyra sem mest og sem fyrst
Kv.
Hallfríður (sem líkamlega er kannski stödd í Köben en andlega...hvar heldur þú?:)
Skrifa ummæli