Tölvan mín hrundi endanlega um daginn, hlaut svosem að koma að því. Held að hún hafi verið árgerð 1996, þannig að það var nú reyndar kominn tími á eitthvað aðeins meira móðins! Blessuð sé minning hennar. Þannig að ég skellti mér á nýja tölvu, alveg rosa flott og rosa stór, hef ekki hugmynd hversu stór reyndar, en Stebbi bróðir sagði allavega að ég hefði EKKERT að gera með svona stóra tölvu. Hvað þykist hann vita hvað ég þarf stóra tölvu...pifffff.....hlusta ekki á svona bull! Reyndar á ég svo eftir að flytja allt úr gömlu tölvunni yfir í þessa þannig að hún er hálf tóm ennþá þessi nýja. Og öll netföngin eru í þessari gömlu þannig að það fær enginn tölvupóst frá mér á næstunni, enda nenni ég yfirleitt ekki að senda neitt. Samt finnst mér ég aldrei hafa þurft að senda eins mikið og núna þegar ég hef ekki netföngin við hendina!! Og að komast ekki í heimabankann er algjör HORROR!! Þvílík leiðindi að þurfa allt í einu að fara í bankann til að borga reikninga!
Við erum að vonast til að fá ómskoðunina fyrir lömbin á mánudaginn, var víst eitthvað bilerí í tækinu og ekki alveg öruggt að það yrði komið í lag. Væri gott að vera búinn að þessu, því það er ekki hægt annars fyrir okkur að fara í þetta fyrr en um miðjan október.
Svo er stefnt á að fara núna á næstunni að ná í hrútana sem við erum að kaupa, fundum loksins ferhyrndan lambhrút en við sóttum um 3 "venjulega" hrúta og einn ferhyrndan. Verður gaman að sjá gripinn, hann er víst svarhöttóttur á litinn.
Jæja, nenni ekki meiru- enda ekki frá neinu merkilegu að segja!
föstudagur, september 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
og hvar fenguð þið svo á endanum ferhyrntan??
Er búin að vera að velta því fyrir mér svo lengi að láta ykkur vita af fleira fólki sem gæti vitað hvar svona gripir fengjust, en það er greinilega of seint núna.
Alla vega, og svo vil ég fá að vita uppruna og ætterni á hinum líka:)
Kv. Hallfríður
Skrifa ummæli