Fór í fermingarveislu í dag, sem var fínt því þá þurfti ég ekki að elda nokkurn skapaðan hlut, sem var ennþá betra þar sem ég var á næturvakt seinustu nótt. Eintóm leti ;o)
Svo á minn ástkæri eiginmaður afmæli eftir um 5 mínútur, verður þrítugur hvorki meira né minna. Ekkert sérstakt sem stendur til á morgun þrátt fyrir það, býst nú við einhverjum gestum þó og verð því að skella mér í baksturinn á morgun.
Annars er ekkert í fréttum, rigning og rok alla daga sem gerir mann ekki sérstakan í skapinu. Ekki enn búið að sá í flögin, ekki enn farið að hleypa á heiðina (nema geldfé í Krók) og ekki enn búið að setja graðhestinn í hryssurnar. Status Quo semsagt. Sauðburður þó loks búinn, endaði á að Garðar mátti keyra upp í Krók til að marka lamb sem einn af geldu gemlingunum hafði borið. Greinilega ekki alveg að marka ómskoðunina á þessum bæ, enda er ekkert hér eins og það á að vera ;o)
laugardagur, júní 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Rigning og rok??? það var sko sól og blíða í Víðidalstungunni alla helgina - smá skúrir öðru hvoru en einstök blíða samt eins og alltaf í Víðidalnum...
Bið að heils gamla þínum:)
það er dáldið rólegt hér gamla mín:)
Skrifa ummæli