þriðjudagur, september 12, 2006

Gangnaslúðrið!!

.............................Reyndar hef ég barasta ekkert slúður úr göngunum.
Þeir sem eru alltaf fullir í göngunum voru það víst líka núna og kindunum sem átti að smala var held ég smalað- í það minnsta flestum. Því miður Hallfríður mín; ég get ekki glatt þig með neinu krassandi :o( Það gæti svo sem verið að Garðar hafi verið með einhvern óhemjugang og læti, en þá er ég líklega sú síðasta sem fréttir það!

Við erum búin að slátra um 170 lömbum, kemur ágætlega út enn sem komið er, það er bara vonandi að haustið verði sæmilegt í þetta sinn.

Heyrðu, já....ég skellti mér suður í gær og keypti mér eitt stykki Nissan Micru! Ég og bílar...elska að versla bíla! Þetta er ágætis dós ( þangað til hún bilar), fínt að keyra hana og eyðir engu. Garðar er svo búinn að fá leyfi til að braska með Toyotuna, guð má nú vita hvernig það nú endar. Svo er ég eiginlega búin að lofa að vera til friðs í bílamálum, tja...allavega út þetta ár ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott að þetta hefur allt gengið sinn vanagang.

Ég átti held ég versta réttardag ever hérna í köben, gekk bara akkúrat ekkert upp. Nú hlýtur bara allt að fara að skána.

Til lukku með bílinn annars, mér finnst nú dáldið gróft að kaupa tvo bíla á ári, en þið byggðuð náttúrulega ekkert hús á þessu ári þannig að þetta sleppur kannski:)