föstudagur, júní 02, 2006

Taktu hár úr hala mínum...

Tja, reyndar var það aðeins meira en nokkur hár sem fuku af brjáluðu kusu í dag, segjum kannski frekar eins og rúmlega helmingurinn af hárunum á halanum á henni. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að kálfurinn komst ekki á spena (ha já kemur á óvart, ekki satt?!) og því máttum við kalla út mannskap til að hjálpa okkur að vísa Janine Mariu Magdalenu réttu leiðina. Og það er nú bara ekkert grín að eiga við svona skepnur skal ég segja ykkur! Kusa var á endanum kyrfilega njörfuð á bæði fram-,mið- og afturenda og svo var tekið til við að mjólka. Og mikið var litli kálfurinn glaður að komast á spena! Og svei mér þá ef kusu var ekki létt líka, enda voru tútturnar á henni alveg við það að springa eftir sogleysi síðustu tveggja daga! Við verðum svo bara að vona að þetta dugi til að kvígan litla fatti að fara á spena, því kálfurinn fer að verða ansi dýr ef kalla þarf út mannskap þrisvar á dag til að láta hana sjúga ;o)

Hryssan hans pabba kastaði í gær, okkur til mikillar gleði, en hún gat ekki kastað í fyrra og var alveg heilmikið bras að draga úr henni þá. Hún hefur ekki gengið heil til skógar eftir það, virtist sem eitthvað hafi farið úr lið eða skaddast og hún gat ekki gengið alveg eðlilega. Við vorum eiginlega viss um að hún gæti ekki átt fleiri folöld og bjuggumst við að þurfa að senda hana yfir móðuna miklu þar sem ekki var einu sinni hægt að nota hana lengur til reiðar. En viti menn, lítil jörp hryssa skoppar við hlið hennar og merin sjálf virðist hafa skánað við að kasta. Kannski eitthvað hafi hrokkið á réttan stað við það, hver veit? ;o) Allavega gladdi ég pabba gamla í dag þegar ég hringdi í hann og tilkynnti honum þetta :o)

Það er hægt að telja á fingrum annarrar handar hversu margir lesa þetta blogg, ég skil ekki alveg til hvers ég er að skrifa hérna eiginlega. Ok..........reyndar ágætis afstressun að setjast við tölvuna og skrifa eitthvað um ekkert, hvort sem það er lesið af einhverjum eður ei. En þið fáu hræður sem rambið hingað; ykkur er óhætt að kommenta hér sko ;o)
Hallfríður mín, þú færð nú koss á beran bossann fyrir að commenta hér hjá mér- það mættu fleiri taka þig sér til fyrirmyndar *hóst*.......takið til sín sem eiga..... *Ennþámeirahóst*

Ciao

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

varla að maður þori að kommenta eftir síðustu yfirlýsingu:)

En að sjálfsögðu kíkir maður stöðugt á bloggið þitt í leit að fréttum og sögum úr elsku sveitinni þegar maður er fastur hérna sunnan heiða og langar heim:(
Hvernig dettur mér í hug að ég haldi heilsu heilan vetur í Köben, án þess að komast heim hverja helgi???

Maríanna sagði...

JÆja, þú ert semsagt búin að ákveða staðsetningu loksins :þ Gott að vera í Köben maður! Frikadeller og öl hver dag ;) Já ég verð að fara að vera dugleg að koma með slúðrið úr sveitinni inn á bloggið- allt fyrir þig Hallfríður mín :þ