Ég held uppteknum hætti og skrifa ekki neitt hér inn nema með löööööööööööngu millibili. Ég hef heldur ekkert verið þekkt fyrir (held ég??) að kjafta af mér, best að breyta ekkert út af vananum með það.
Í fréttum er það helst að það er búið að vera skítaveður upp á síðkastið, rok og endalaust rok. Höfum sloppið tiltölulega vel með ofankomuna, sem betur fer. Nýju fjárhúsin líta út eins og það hafi verið varpað sprengju inn í þau, við máttum grafa upp í kringum allar stoðir og gera einhverja aukastyrkingu í kringum þær. Ekki að ég viti nokkurn skapaðan hlut um það, veit bara að það er ömurlegt að standa í þessu! Eigum eftir að steypa í þetta, vonandi hefst það af í vikunni (sem ég hef nú ekki mikla trú á vegna þess hve miklu frosti er spáð) þar sem að við komum náttúrulega engu fé þarna inn eins og staðan er í dag.
Núna er rétt rúmur mánuður þangað til krakkagrislingur númer 3 á að koma í heiminn, get ekki sagt að ég sé búin að koma miklu í verk í tengslum við það. Þarf endilega að fara að skipuleggja eitthvað, í það minnsta hvar/hvernig ég ætla að koma blessuðu barninu fyrir með sitt dót inn í svefnherbergi. Eins og flestir kannski vita er herbergjum ekkert ofaukið hér í þessu húsi.
Við keyptum okkur aðra holdakýr og ber hún það virðulega nafn Karolína. Garðar elskar hana út af lífinu, hann er nefnilega ekki vanur svona skapgóðri skepnu. Hann dásamar hana á hverjum degi og blótar hinni.... okkur hefur nefnilega ekki enn tekist að ná Karamellu og Lakkrís inn þrátt fyrir margar tilraunir. Í hvert skipti sem á að reyna að plata hana inn hleypur kálfskrattinn af stað með halann beint út í loftið og tekur með sér svona eins og eina, tvær girðingar í leiðinni. Og auðvitað æðir þá kusa á eftir honum, þó held ég að hún vilji nú komast inn. Það er sko ekkert grín að vera kúabóndi ;0)
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég verð líka að halda uppteknum hætti og vera sú fyrsta (eina) sem kommentar hjá þér.
Hef samt svo sem ekkert að segja, hvorki um færsluna né annað:)
Kveðjur úr Kóngsins Köbenhavn
Hallfríður
Þú heldur mér uppi í blogginu Hallfríður mín ;o) Get alltaf huggað mig við að þú lest það allavega!
Skrifa ummæli